Tískusýning í Odda
08.05.2011
Á kvöldvöku nemenda þann 14. apríl sl. settu áhugasamir nemendur upp vel heppnaða tískusýningu á átján flíkum og fylgihlutum sem nemendur Textíldeildar hafa hannað og framleitt í vetur. Sýningin þótti sérlega vel heppnuð, bæði sem flott og spennandi fatahönnun og sem áhugavert skemmtiatriði.