Tré og kjólar í fatahönnun
09.05.2014
Fatahönnun (áfanginn THL103) kynnti afrakstur annarinnar í vikunni. Sjö af tíu nemendum áfangans skunduðu niður á Bollastaði (kaffistofu starfsfólks), þriðjudaginn 6. maí, íklæddar eigin hönnun, með vinnumöppur sínar undir handlegg, tilbúnar að kynna afrakstur verkefnisins "Tré og kjólar" fyrir gestum og gangandi. Aðdáendur á Bollastöðum gáfu þeim jákvæðar viðtökur og stóra skammta af hrósi, sem öllu saman var skolað niður með kaffi og köku í lokin. Kennari er Helga Jóhannesdóttir.