Tungumálabland á Evrópskum tungumáladegi
26.09.2014
Í dag, 26. September, er Evrópski tungumáladagurinn. Af því tilefni ákváðu Pelle dönskukennari og Hrefna frönskukennari að hafa tungumálaskipti í kennslustundum sínum.
Hrefna, ásamt nemendum sínum í FRA 403 unnu saman í dönsku og Pelle vann með frönsku með nemendum sínum í DAN 212.
Nemendum var sýndur texti á frönsku eða dönsku og áttu þeir að þýða hann, fyrst yfir á íslensku og svo á hitt málið (þ.e. dönskuna eða frönskuna). Þegar tímanum lauk og upp var staðið komust nemendur að raun um að þeir skildu miklu meira í ,,útlenska málinu" en þeir héldu.
Þarna náðist að vinna með 3 tungumál á sama tíma!
Á myndinni má sjá Hrefnu, frönskukennara og Pelle, dönskukennara með hópi nemenda.
Gleðilegan tungumáladag !