Ukaliusaq-skólinn í heimsókn
07.04.2011
Miðvikudaginn 6. apríl tók alþjóðafulltrúi skólans, Lárus Bragason, á móti 50 nemendum og 6 kennurum Ukaliusaq-skólans í Nuuk í Grænlandi. Alþjóðafulltrúi kynnti skólann, skipulag hans og hlutverk. Grænlensku krakkarnir voru áhugasamir og spurðu margs. Að lokinni kynningu var farin stutt skoðunarferð um aðalbygginguna Odda í fylgd alþjóðafulltrúa. Þess má geta að gestirnir dáðust sérstaklega að umgengni í skólanum.