Ullarvika í textílhönnun
30.10.2013
Hönnunaráfanginn THL136 Textílhönnun lauk tímabilinu Aðferðir og hönnun með því að halda svonefnda Ullarviku sl. viku. Báðir kennarar áfangans voru með nemendum allan tímann, þar sem valin var íslensk ull eða merínó ull, litir valdir saman, stykki mótað á bóluplasti og byrjað að nudda. Þegar stykkið var orðið þétt og fallegt í augum nemandans, var mótaður nytjahlutur. Að endingu var skreytt, merkt eða tengt saman með útsaumsgarni og unnin verklýsing/uppskrift. Hrikalega gaman, mikil útrás í þæfingunni og hópsálirnar tvær blómstruðu!
Framundan er svo að hanna og framleiða lokaverkefnin tvö, annað prjónað eða heklað, hitt saumað. Kennarar eru Helga Jóhannesdóttir og Kristín Sigurmarsdóttir.