Umferðarfræðsla í LKN
24.03.2010
Fimmtudaginn 18. mars var umferðarfræðsla í lífsleikni. Þóra Magnea Magnúsdóttir frá Umferðarstofu var þar á ferð með nýtt fræðslu- og forvarnaefni sem Umferðarstofa hefur útbúið til notkunar í skólum landsins. Þessu efni er ætlað að koma í stað þjónustu sem tryggingafélög hafa alllengi boðið upp á í þessu efni. Framvegis munu því kennarar skólanna sjá um fræðsluna og nýta efnið sem Þóra Magnea var að kynna.