UMHVERFISFRÆÐI OG SJÁLFBÆRNI
Nemendur í umhverfisfræði – ERGÓ B, eru þessa dagana að vinna að kynningum um áhugasvið sitt og sjálfbærni og bjóða gestum og gangandi að koma að kynna sér þessa áhugaverðu þróun á eftirfarandi tímum í stofu 201 í FSu:
Hópur 1: föstudagurinn 18. febrúar kl. 10:30
Hópur 2: miðvikudaginn 23. febrúar kl. 10.30
Hópur 3: fimmtudaginn 24. febrúar kl. 10:30
Hópur 4: fimmtudaginn 24. febrúar kl. 13:00
Nemendur eiga að kynna sér hversu sjálfbært eða ósjálfbært þetta áhugasvið er í dag og skoða hvaða leiðir eru færar til að gera það sjálfbærara. Á básunum mun gestum gefast kostur á að fræðast og fá að sjá margvísleg dæmi um þá jákvæðu þróun sem er að eiga sér stað í átt að meiri sjálfbærni. Sem dæmi um kynningar má nefna: snyrtivörur, tísku, samgöngur, bíla, svefn, hestamennsku, tónlist og kvikmyndir.
Nemendur eru að undirbúa áhugaverðar kynningar og vonast eftir mörgum gestum svo verið hjartanlega velkomin!
rei / jöz.