Umræðufundur um stærðfræði í framhaldsskólum.
Miðvikudaginn 23. febrúar sóttu fimm kennarar Fjölbrautaskóla Suðurlands fund íslenska stærðfræðafélagsins um framtíð stærðfræðikennslu í framhaldsskólum. Fundurinn var haldinn í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Fram fóru gagnlegar umræður um m.a. tilgang stærðfræðináms, nýja námskrá, námsmat og notkun hjálpartækja. Einnig voru ræddar þær kröfur sem samfélagið gerir til stærðfræðikunnáttu almennings, sem og þær kröfur sem háskólarnir gera. Um 80 framhaldsskólakennarar mættu á fundinn og auk þeirra mættu kennarar frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri. Lýsa kennarar Fjölbrautaskóla Suðurlands yfir ánægju sinni með að þessi fundur hafi verið haldinn, nauðsynlegt er að efla umræðu um stærðfræðikennslu og að efla tengsl milli stærðfræðikennara á Íslandi.