Unglömb á eftirlaun
25.05.2009
Fjórir af kennurum skólans eru nú að láta af störfum fyrir aldurs sakir. Eru það þau Árni Erlingsson, Ester Bergmann Halldórsdóttir, Sigríður Sæland og Skúli Halldórsson. Voru þau leyst út með gjöfum á útskriftinni og kvödd með virktum. Skúli var sá eini af fjórmenningunum sem taldi að sér hefði leiðst í FSu, og þá einvörðungu á fáeinum kennarafundum.