Upphaf haustannar
26.07.2012
Skrifstofan opnar aftur eftir sumarleyfi þriðjudaginn 7. ágúst kl. 13:00.
Kennarafundur verður 17. ágúst kl. 9:00
Nýnemadagur 21. ágúst. Nemendur sem luku grunnskóla vorið 2012 mæti þriðjudaginn 21. ágúst kl. 9:00. Þá fer fram stundatöfluafhending og kynning á skólanum. Dagskrá verður á vegum nemendaráðs og bóksalan verður opin.
Eldri nemendur fá afhentar stundaskrár miðvikudaginn 22. ágúst kl. 9:00. Töflubreytingar verða aðeins þennan eina dag og hefjast kl. 10:00. Bóksalan verður opin.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst kl. 8:15
Rútuferðir verða í skólann alla dagana í skólabyrjun þ.e. 21.,22., og 23. ágúst.
Ef upplýsinga er þörf í sumarleyfinu er hægt að senda tölvupóst á fsu@fsu.is .