Upphaf haustannar

Undibúningur haustannar er nú í fullum gangi, en um 1000 nemendur eru skráðir í skólann á haustönn.

Önnin hefst á nýnemadegi fimmtudaginn 22. ágúst kl. 9.00, en þá mæta eingöngu nýnemar í skólann. Nýnemar hitta umsjónarkennara sína, fá afhentar stundarskrár, fá  kynningu á skólanum, tölvukerfum og margt fleira. Dagskrá nýnemadags lýkur um kl. 14.30. Bóksalan verður opin frá kl. 13:00.

Fimmtudaginn 22. ágúst kl. 8.00 opnar Inna fyrir nemendur.

Föstudaginn 23. ágúst kl. 9.00 hefjast töflubreytingar sem verða með sama sniði og undanfarnar annir. Aðeins er um að ræða þennan eina dag fyrir töflubreytingar. Athugið að töflubreytingar eru aðeins samþykktar í undantekningartilvikum.

 


Stundatöflur og bókalistar verða ekki prentaðar út að þessu sinni nema fyrir nýnema.

Kennsla samkvæmt stundartöflu hefst mánudaginn 26. ágúst kl. 8.15  að lokinni stuttri skólasetningu.