Upphaf haustannar 2018
17.08.2018
Skólaárið hefst á nýnemadegi sem verður mánudaginn 20. ágúst. Nýnemar munu þá fá afhentar stundaskrár, fá kynningu á skólanum, tölvukerfunum, nemendafélaginu og fleira. Dagskráin hefst kl. 08:30 og lýkur í síðasta lagi kl. 13:45. Nemendur fylgist með tímatöflu Strætó vegna heimferðar.
Upplýsingar um skólaakstur er að finna hér: https://www.fsu.is/is/thjonusta/onnur-thjonusta/skolaakstur
Skráðir nemendur við skólann eru í dag í kringum 800, þar 201 nýnemi. Flestir nemendur eru af upptökusvæði skólans en nemendur koma einnig lengra að.
Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 21. ágúst kl. 08:15.