Upphaf vorannar
09.01.2009
Kennsla hófst á vorönn fimmtudaginn 8. janúar. Eru nemendur nú fleiri en verið hafa áður á vorönn.
Skólinn var settur kl. 9 með stuttu ávarpi skólameistara. Umsjónarkennarar afhentu nemendum stundaskrár og kennsla hófst þegar að því loknu. Nú eru skráðir í skólann 986 nemendur, um 100 fleiri en á vorönn í fyrra. Endanlegar tölur verða miðaðar við fjölda nemenda 15. janúar, en það er síðasti dagurinn sem nemendur geta sagt sig úr áföngum án þess að fá fall í áfanga.