Uppskerusýning THL 136
31.10.2010
Uppskerusýningu nemenda í textílhönnun (THL136) er nú að finna í glerskáp í miðrými Odda. Sýningin er afrakstur svonefndrar Ullarviku, en þá er eingöngu unnið með ull; eðli og mismunandi tegundir ullar eru skoðaðar, ýmsir möguleikar á nýtingu ullar í hönnun er kynntir og nemendur vinna sér persónulega leið gegnum ferlið frá hugmynd að afurð.
Auk ullarvinnslu í þessum tvöfalda áfanga læra nemendur grunnatriði ýmissa gerða handverks, s.s. prjón, hekl, útsaum og bútasaum. Í seinni hluta áfangans eru síðan hönnuð og framleidd tvö stór lokaverkefni sem sýnd verða við brautskráningu föstudaginn 17. desember n.k. Á myndinni má sjá nokkra nemendur vinna við uppsetningu sýningarinnar.