Úrslit í Stærðfræðikeppni grunnskólanna
25.03.2010
Miðvikudaginn 24. mars síðastliðinn fór fram verðlaunaafhending í Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Suðurlandi. Keppnin sjálf fór fram miðvikudaginn 10. mars í FSu og var keppt í þremur aldursflokkum. Fimmtíu og sjö nemendur tóku þátt í ár; tuttugu úr 8. bekk, tuttugu og tveir úr 9. bekk og fimmtán úr 10. bekk. Einstökum árangri náði Þjóðbjörg Eiríksdóttir, nemandi í 10. bekk í Grunnskóla Bláskógabyggðar, en hún fékk 100 stig af þeim 100 sem í boði voru.
FSu þakkar Skólaskrifstofu Suðurlands, styrktaraðilum, þátttakendum og öðrum sem að keppninni komu samstarfið og óskar neðangreindum vinningshöfum til hamingju með árangurinn.
Úrslit:
10. bekkur:
1. sæti: Þjóðbjörg Eiríksdóttir, Grunnskóla Bláskógabyggðar
2. sæti: Jón Aron Lundberg, Flúðaskóla
3. sæti: Eyþór Heimisson, Grunnskólanum í Hveragerði
9. bekkur:
1. sæti: Garðar Guðmundsson, Grunnskóla Bláskógabyggðar
1. sæti: Gísli Þór Axelsson, Sunnulækjarskóla
3. sæti: Bergþóra Rúnarsdóttir, Vallaskóla
8. bekkur:
1. sæti: Karolína Ursula Guðnadóttir, Grunnskólanum í Hveragerði
2. sæti: Kristbjörn Askur Valdimarsson, Grunnskólanum Hellu
3. sæti: Guðjón Ágústsson, Ljósuborg