Út í geim
13.10.2010
Nemendur og starfsfólk skelltu sér út í geim í liðinni viku á stjörnumerkjadögum í FSU. Skólinn var skreyttur hátt og lágt og nemendur skiptu sér í hópa eftir stjörnumerkjum og fengu allir afhentan bol merktan sínu merki. Hvert merki átti sitt svæði og gekk mikið á þegar merkin skemmtu sér og öðrum með tilþrifum á göngum skólans. Veitt voru verðlaun fyrir samheldni, heildarsvip, þátttöku, torfumyndun og utanumhald fyrirliða. Steingeitur unnu verðlaun að þessu sinni sem er afrek út af fyrir sig, þar sem fólk í merki steingeitar var fámennasta stjörnumerkið í skólanum. Þetta uppbrot á skólastarfi þótt takast vel og gaman að sjá hversu frumlegir hóparnir voru og sýndu mikinn sköpunarkraft og gleði.