Út vil ek
MAT1Ú3 er nýr áfangi í FSu. Í þessum áfanga kynnast nemendur meðal annars útieldun, og hvað hægt er að nýta til matar í villtri náttúru Íslands. Í byrjun annar kom fulltrúi frá Brunavörnum Árnessýslu og fór yfir þær hættur sem þarf að varast við að kveikja eld á opnu svæði. Hann kenndi líka aðferðir við að slökkva eld í fötum og gaf skólanum vatnsslökkvitæki til að hafa við hlóðirnar. Við uppbyggingu á útikennslusvæðinu sá GBS Gröfuþjónusta ehf. um hönnun og framkvæmd. Sveitarfélagið Árborg lagði til rekavið af Ströndum í sæti. Kennarar og nemendur í Hamri bjuggu til áhöld til útieldunar. Afgangstimbur úr verknáminu í Hamri er notað til þess að brenna í hlóðunum. Er það von Guðríðar matreiðslukennara að aðrir kennarar noti útikennslusvæðið til kennslu.