Útieldhúsið dafnar
01.05.2011
Nú hefur aðstaðan í útileldhúsi skólans batnað til muna. Sigurður Grímsson og nemendur hans í málmsmíði smíðuðu á dögunum eins konar hlóðaeldavél, fjórfót með stórri götóttri plötu sem hangir í keðju þannig að auðvelt er að stilla hitann á plötunni. Þetta áhald virkar því eins og stór eldavél við hlóðirnar. Svanur Ingvarsson og nemendur hans í trésmíðinni smíðuðu einnig forláta borð úr ösp af Reynivöllunum og greni sem börn og unglingar frá Selfossi plöntuðu á Snæfoksstöðum um 1960. Nú njótum við góðs af þessari vinnu. Aðstandendur MAT1Ú3 eru alsælir með þessa samvinnu við kennara og nemendur í Hamri .
Svanur og nemendur hans í trésmíðinni smíðuðu einnig forláta borð úr ösp sem plantað var í kringum 1960 á Snæfoksstöðum á vegum Skóræktarfélags Árnesinga. Árið 1958 hófst sumarvinna barna og unglinga frá Selfoss við trjáplöntum. Nú njótum við góðs af þessari vinnu. Aðstandendur MAT1Ú3 erum alsælir með þessa samvinnu við kennara og nemendur í Hamri .