Vænleg fyrirtæki í viðskiptaensku
08.05.2019
Nemendur í Viðskiptaensku (ENSK3VE05) héldu nýverið opna kynningu þar sem þau kynntu fyrirtæki sem þau hafa þróað og unnið með á önninni. Nemendur bjuggu til fyrirtæki, hönnuðu logo og slagorð, vefsíðu, kynningarefni, gerðu viðskipta- og markaðsáætlun og auglýstu eftir starfsfólki og fengu fólki í starfsviðtöl. Lokaverkefnið var að kynna fyrirtækin fyrir gestum og gangandi. Á kynningunni mátti sjá veitingastaði, hótel, heilsulindir, umboðsskrifstofu fyrir íþróttamenn og fyrirtæki sem framleiddi og seldi gervihnetti.