Val fyrir vorönn 2016
Nú líður að því að nemendur þurfa að velja áfanga fyrir næstu önn. Nemendur geta byrjað að velja miðvikudaginn 14. október kl. 12. Síðasti dagur til að staðfesta val er föstudagurinn 23. október. Hafi nemandi ekki staðfest val föstudaginn 23. október er litið svo á að hann ætli ekki að vera í skólanum á vorönn 2016.
Sérstakur valdagur verður miðvikudaginn 21. október. Þann dag geta allir nemendur fengið aðstoð hjá sínum umsjónarkennara kl. 10:25-12:20. Auglýst verður hvar umsjónarkennarar verða staðsettir.
Á heimasíðu FSu undir „Námið“ má finna leiðbeiningar og lista yfir áfanga í boði á vorönn 2016.
Mikilvægt er að hafa eftirfarandi í huga við val.
-Fullt nám er ca. 30-34 einingar. Nemendur í fullu námi ættu að velja 6-7 áfanga í aðalval.
-Nemendur þurfa að velja 3-5 áfanga í varaval. Of lítið varaval getur orðið til þess að nemandi fær of fáa áfanga í töflu.
-Val nemenda verður að vera staðfest.Staðfest val er auðkennt með “V” í miðstafnum (SAGA2YA05 SV1) aftan við áfangaheitið, en óstaðfest val með “Á”.
Nemendur sem þurfa aðstoð við val skulu leita til umsjónarkennara/bragakennara.
Einnig geta nemendur fengið aðstoð hjá áfangastjóra, sviðstjórum og náms- og starfsráðgjöfum.
Nemendur sem eiga 1-2 annir eftir geta skráð sig í viðtal hjá áfangastjóra og sviðstjórum. Skráningarblöð verða fyrir utan skrifstofur þeirra.
Áfangastjóri