Veggspjöld um staðalímyndir og fordóma
Meðal verkefna í grafískri hönnun er hönnun og uppsetning á veggspjöldum. Í þetta sinn var þemað STAÐALÍMYNDIR OG FORDÓMAR.
Á göngum skólans má sjá afraksturinn en verkefnið var unnið í samstarfi og undir áhrifum frá félagsfræðiáfanganum FÉLA1SA05 þar sem m.a. annars er farið í þessu mál. Einnig er hægt að smella hér til að skoða verkefnin.
--------
Í grafísku hönnunni er lögð mikil áhersla á hugmynda- og skissuvinnu í hverju verkefni og í veggpsjaldinu að auki að koma skilaboðum fram á einfaldan og sterkan máta. Veggspjöldin er stór eða A2 og því nýtur framsetningin sín vel. Svo er það ykkar að skoða, meta og ná skilaboðunum!
-----
Nemendur leituðu heilmikið inn á við í þessari hugmyndavinnu enda oft gott að byggja á eigin reynslu því fordómar leynast víða sem og sú árátta að staðla okkur eftir einhverri mælistiku.