Vel heppnað Flóafár
03.03.2012
Harry Potter liðið sigraði Flóafár 2012 sem haldið var í gær. Fimm lið voru skráð til leiks, en i Flóafári búa nemendur til lið og nota um 3 vikur til að undirbúa þema og skipuleggja sig. Hvert lið fær sérstakt heimasvæði til að skreyta og svo keppa liðin í þrautum út um allan skóla sem kennarar hafa útbúið. Eins og áður sagði sigraði Harry Potter liðið í heildina, en einnig eru veitt sér verðlaun fyrir árangur í einstökum greinum.
Rokkabillý liðið hlaut viðurkenningu fyrir besta skemmtiatriðið og besta heildasvipinn. Lið ofurhetjanna var með besta herópið og Harry Potter fengu verðlaun fyrir bestu borðalagninguna.
Starfsmenn leggja mikið á sig í Flóafári og íklæðast skemmtilegum búningum. Að þessu sinni fengu Guðmundur Björgvin Gylfason og Sólveig Sigmarsdóttir verlaun fyrir besta klæðnaðinn, en þau mættu í gervi Ástríks og Steinríks.