Vel heppnaðir tónleikar kórs FSu
05.12.2012
Á sunnudag sl. hélt kór FSu sína árlegu aðventutónleika. Að þessu sinni voru þeir haldnir í Selfosskirkju. Ágætis mæting var á tónleikana og gerður góður rómur að söng kórsins. Auk hefðbundis kórsöngs sungu margir kórfélagar einsöng og léku á hljóðfæri.
Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands óskar velunnurum sínum gleðilegra jóla.