Vel heppnaður háskóladagur
12.03.2012
Háskóladagur fór fram í FSu 8.mars. Það er hefð fyrir því í FSu að halda svokallað Háskólatorg á vorönn þar sem allir háskólar á Íslandi kynna námsframboð sitt. Í ár var uppákoman í samvinnu við Háskóladag sem fór fram í Reykjavík 18. febrúar síðastliðinn og komu líka fulltrúar frá Danska sendiráðinu með kynningu á námi í Danmörku. Að þessu sinni fékk 4.bekkur í Menntaskólanum á Laugarvatni formlegt boð á kynninguna og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna. Aðsókn á Háskóladaginn var með besta móti eins. Framkvæmd háskóladagsins var í höndum náms-og starfsráðgjafar FSu. Á myndinni má sjá tvo fyrrverandi nemendur FSu, þær Dóru
Haraldsdóttur og Erlu Hezal Duran kynna frönskunám í Haskóla Íslands.