Vélvirkjun í FSu
À sjöttu önn ì vélvirkjun læra nemendur à CNC vélar. CNC stendur fyrir tölvustýrðar smíðavélar. CNC vélarnar ì FSu eru frà HAAS, vélar af þessu tagi eru notaðar við kennslu ì Hàskòlanum ì Reykjavìk.
Markmið náms í vélvirkjun er að nemandinn hljóti faglega undirstöðumenntun til að takast á við þau viðfangsefni sem vélvirkjar inna af hendi, þ.e. uppsetningu, viðhaldi, viðgerðum og þjónustu véla og tæknibúnaðar skipa, vinnslustöðva, vinnuvéla, verksmiðja, orkuvera og orkuveitna. Nemendur sem hyggja á nám í vélvirkjun fara fyrst á Málmiðnaðarbraut – grunnnám. Að henni lokinni geta nemendur bætt við tveimur önnum í Vélvirkjun. Meðalnámstími í vélvirkjun er sex annir en að þeim loknum fara nemendur í starfsþjálfun á vinnumarkaði. Vélvirkjun er löggilt iðngrein og lýkur með sveinsprófi.