Verkefni í híbýlahönnun
24.03.2011
Að undanförnu hefur nokkuð borið á tilfæringum nemenda við sýningarskápana þrjá framan við gryfjuna í miðrými Odda. Það upplýsist hér með að þetta eru nemendur í THL143 (híbýlahönnun) sem hafa verið að æfa sig í uppstillingum á nytjahlutum sem þær hafa hannað og framleitt fyrri hluta annar. Í lok þessarar viku verður sýningin formlega fjarlægð og við tekur uppsetning sýningarinnar VOR Í HÍBÝLAHÖNNUN, sem verður látin standa lengi, lengi, jafnvel fram á haust!