Verkfall félagsmanna KÍ stendur enn yfir
Verkfall félagsmanna KÍ í Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur staðið yfir í rúmar fjórar vikur. Verkfallið er skipulagt til og með 20. desember ef ekki nást samningar fyrir þann tíma. Það ríkir óvissa um lok verkfalls og framhaldið en nemendur og foreldrar/forráðamenn eru bæði hvött til að fylgjast vel með fréttum og tölvupósti. Skólameistari sendir tölvupóst um leið og samningar nást, ef þeir nást fyrir 20. desember.
Haustönninni verður lokið á einhvern hátt en útfærsla liggur ekki fyrir. Ljóst er að brautskráning haustannar frestast fram yfir áramót (átti að vera 20. desember).
Skólinn sem slíkur er ekki í verkfalli og situr ekki að samningaborðinu. Forysta KÍ skipuleggur allar verkfallsaðgerðir og það er félagsfólk KÍ innan skólans sem er í verkfalli. Starfsfólk annarra stéttarfélaga er enn við vinnu, svo sem starfsfólk á skrifstofu, bókasafni og mötuneyti svo dæmi séu tekin. Mötuneytið er opið mánudaga til fimmtudaga og skrifstofan er opin alla daga 8:00 - 12:00 og 13:00 - 15:30 (14:30 á föstudögum).