Verum vakandi
04.10.2011
Þar sem ríkir góður skólabragur ríkir gagnkvæm virðing milli fólks og allir eru metnir að verðleikum. Það er hlutverk allra í lærdómssamfélagi FSu að standa vörð um góðan skólabrag og sporna gegn ógnunum við hann. Einelti er ofbeldi sem taka verður virka afstöðu gegn. Til að vita hvort um einelti er að ræða er mikilvægt að þekkja einkenni þess og hvernig bregðast má við. Í umsjón fimmtudaginn 29. september var þetta rætt og minnt á netfangið einelti@fsu.is en þangað er hægt að tilkynna (grun um) einelti. Sama efni hafði starfsfólk FSu rætt í hópum í samverustund.