Vetrarleikar FSu 2013
Eggert Helgason sigraði í þetta sinn á hinum glæsilega Spóa frá Kjarri. Spói er átta vetra stóðhestur úr ræktun fjölskyldu Eggerts að Kjarri í Ölfusi. Hann er undan Stála frá Kjarri og Stjörnu frá Kjarri. Eggert er nemandi við náttúrufræðibraut og stefnir á að útskrifast eftir eitt og hálft ár.
Öðru sæti náði Dórothea Ármann, en hún var einnig á hrossi úr ræktun sinnar fjölskyldu, að Friðheimum í Biskupstungum. Hún var á hryssunni Briet, sem er 9 vetra dóttir Töfra frá Kjartansstöðum. Dórothea er nemandi við náttúrufræðibraut, og hestabraut.
Í þriðja sæti var Sigurbjörg Bára Björnsdóttir á Silfurdís frá Vorsabæ II, 7 vetra dóttur Snjalls frá Vorsabæ II. Sigurbjörg var þriðji knapinn sem keppti á heimaræktuðu hrossi, en sjálf er hún ræktuð og tamin á Vorsabæ II á Skeiðum. Sigurbjörg hlaut einnig reiðmennskuverðlaun mótsins annað árið í röð en hún er nemandi við almenna braut og með hestabraut í vali .
Hestamannafélagið Sleipnir á Selfossi lánaði nemendum FSu völlinn og hljóðkerfi fyrir mótshaldið. Hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur gaf glæsilegt höfuðleður fyrir reiðmennskuverðlaunin, en þeir hafa styrkt þessi verðlaun frá upphafi. Ársæll Jónsson í Eystra Fróðholti gaf folatoll undir Penna frá Eystra-Fróðholti í fyrstu verðlaun. Dómarar í ár var Karl Áki Sigurðsson og Sigriður Pjétursdóttir.
Úrslit vetraleika FSu 2013
1. Eggert Helgason, Spói frá Kjarri
2. Dórothea Ármann, Bríet frá Friðheimum
3. Sigurbjörg Bára Björnsdóttir, Silfurdís frá Vorsabæ II
4. Hildur Krisín Hallgrímsdóttir, Sjöfn frá Fremji-Fitjum
5. Sólrún Einarsdóttir, Élhríma frá Hábæ
6. Þorsteinn Björn Einarsson, Dropi frá Ytri-Sólheimum II
7. Björgvin Ólafsson, Óður frá Kjarnholtum
8. Gunnlaugur Bjarnason, Andrá frá Blesastöðum 2a