Vetrarleikar FSu 2021
Vetrarleikar FSu voru haldnir á félagssvæði Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi fimmtudaginn 18. febrúar í frábæru veðri. Sem fyrr kom það í hlut nemenda á fyrsta ári á hestabraut að sjá um mótið og bera ábyrgð á öllum undirbúningi og framkvæmd þess.
Keppt var í þremur greinum, tölti, mjólkurtölti og 100m skeiði. Með framlögum frábærra styrktaraðila var unnt að veita vegleg verðlaun í öllum greinum.
Þátttökurétt áttu allir nemendur sem stunda nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands og var þátttaka afar góð.
Í tölti var 24 keppandi skráður til leiks og komust 8 efstu knaparnir áfram og kepptu til úrslita. Átta knapar kepptu í mjólkurtölti, en þar fá keppendur fulla könnu af mjólk og er markmiðið að stjórna hestinum með annarri hendi og halda á glasinu með hinni og þannig komast hringinn með sem mest magn af mjólk enn í glasinu. Loks kepptu fjórir knappar í 100 m. skeiði.
Úrslit
Tölt
- Védís Huld Sigurðardóttir og Dökkvi frá Ingólfshvoli
- Anna María og Birkir frá Fjalli
- Kristján Árni og Viðar frá Eikarbrekku
- Arndís Ólafsdóttir og Gaumur frá Skarði
- Katrín Ósk og Höttur frá Austurási
- Unnsteinn Reynisson og Styrkur frá Hurðabaki
- Þorvaldur Logi og Skálmöld frá Miðfelli
- Arney Ólöf og Hrappur frá Árbæjarhjáleigu II
Mjólkurtölt
- Melkorka Gunnarsdóttir og Dúna frá Votmúla
- Sunna M. Kjartansóttir og Náttfari frá Vestra-Geldingarholti
- Sigríður Ingibjörg og Gráskeggur frá Egilsstaðakoti
- Arndís Ólafsdóttir og Gaumur frá Skarði
- Guðbjörg Anna og Kopar frá Kaldbak
Skeið
- Védís Huld Sigurðardóttir og Hrafnhetta frá Hvannstóði
- Glódís Rún Sigurðardóttir og Blikka frá Þóroddsstöðum
- Þorvaldur Logi og Skíma frá Syðri-Langholti 4
- Kristján Árni og Skæruliði frá Djúpadal
Verðlaun fyrir reiðmennsku hlaut Anna María á hestinum Birki frá Fjalli en Reiðmennsku verðlaunin voru gefin af Baldvin og Þorvaldi.
Verðlaun fyrir besta brokkið hlaut Kristín Hrönn á Kaldbak frá Hafsteinsstöðum.
Dómari mótsins var Sigurður Sigurðsson í Þjóðólfshaga og eru honum færðar sérstakar þakkir fyrir.
Vinningar voru fjölmargir og er eftirtöldum styrktaraðilum þakkað kærlega fyrir stuðninginn: Hestamannafélagið Sleipnir, Nemendafélag FSU, Baldvin og Þorvaldur, Hótel Hvammstangi, BYKO, Fóðurblandan, Sundlaug Selfoss, Saumað í sveitinni, Stúdíó S, Sportbær, Cleopatra, Raggi Rakari, Kaffi Krús, GK bakarí, Kaffi og Co, Hamborgarabúlla Tómasar, Pylsuvagninn Selfossi, KFC, Dominos og Vefjan.