Vetrarleikar FSu 2021

Védís Huld Sigurðardóttir sigraði bæði í tölti og skeiði. Á myndinni má sjá hana á Dökkva frá Ingóls…
Védís Huld Sigurðardóttir sigraði bæði í tölti og skeiði. Á myndinni má sjá hana á Dökkva frá Ingólshvoli í töltkeppninni.

Vetrarleikar FSu voru haldnir á félagssvæði Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi fimmtudaginn 18. febrúar í frábæru veðri. Sem fyrr kom það í hlut nemenda á fyrsta ári á hestabraut að sjá um mótið og bera ábyrgð á öllum undirbúningi og framkvæmd þess.

Keppt var í þremur greinum, tölti, mjólkurtölti og 100m skeiði. Með framlögum frábærra styrktaraðila var unnt að veita vegleg verðlaun í öllum greinum.

Þátttökurétt áttu allir nemendur sem stunda nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands og var þátttaka afar góð.

Í tölti var 24 keppandi skráður til leiks og komust 8 efstu knaparnir áfram og kepptu til úrslita. Átta knapar kepptu í mjólkurtölti, en þar fá keppendur fulla könnu af mjólk og er markmiðið að stjórna hestinum með annarri hendi og halda á glasinu með hinni og þannig komast hringinn með sem mest magn af mjólk enn í glasinu. Loks kepptu fjórir knappar í 100 m. skeiði.

Úrslit

Tölt

  1. Védís Huld Sigurðardóttir og Dökkvi frá Ingólfshvoli
  2. Anna María og Birkir frá Fjalli
  3. Kristján Árni og Viðar frá Eikarbrekku
  4. Arndís Ólafsdóttir og Gaumur frá Skarði
  5. Katrín Ósk og Höttur frá Austurási
  6. Unnsteinn Reynisson og Styrkur frá Hurðabaki
  7. Þorvaldur Logi og Skálmöld frá Miðfelli
  8. Arney Ólöf og Hrappur frá Árbæjarhjáleigu II

 

Mjólkurtölt

  1. Melkorka Gunnarsdóttir og Dúna frá Votmúla
  2. Sunna M. Kjartansóttir og Náttfari frá Vestra-Geldingarholti
  3. Sigríður Ingibjörg og Gráskeggur frá Egilsstaðakoti
  4. Arndís Ólafsdóttir og Gaumur frá Skarði
  5. Guðbjörg Anna og Kopar frá Kaldbak

 

Skeið

  1. Védís Huld Sigurðardóttir og Hrafnhetta frá Hvannstóði
  2. Glódís Rún Sigurðardóttir og Blikka frá Þóroddsstöðum
  3. Þorvaldur Logi og Skíma frá Syðri-Langholti 4
  4. Kristján Árni og Skæruliði frá Djúpadal

 

Verðlaun fyrir reiðmennsku hlaut Anna María á hestinum Birki frá Fjalli en Reiðmennsku verðlaunin voru gefin af Baldvin og Þorvaldi.

Verðlaun fyrir besta brokkið hlaut Kristín Hrönn á Kaldbak frá Hafsteinsstöðum.

Dómari mótsins var Sigurður Sigurðsson í Þjóðólfshaga og eru honum færðar sérstakar þakkir fyrir.

Vinningar voru fjölmargir og  er eftirtöldum styrktaraðilum þakkað kærlega fyrir stuðninginn: Hestamannafélagið Sleipnir, Nemendafélag FSU, Baldvin og Þorvaldur, Hótel Hvammstangi, BYKO, Fóðurblandan, Sundlaug Selfoss, Saumað í sveitinni, Stúdíó S, Sportbær, Cleopatra, Raggi Rakari, Kaffi Krús, GK bakarí, Kaffi og Co, Hamborgarabúlla Tómasar, Pylsuvagninn Selfossi, KFC, Dominos og Vefjan.