Vettlingaleikhús

Sköpunar- og leikgleði ríkir þessa dagana í ÍSL 103 hjá Elínu Unu og Jóni Özuri þar sem nemendur hafa sett upp vettlingaleikhús inni í kennslustund.  Borð standa uppá annan endann og nemendur túlka sögupersónur úr skáldsögunni Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson með vettlingum af ýmsum stærðum og gerðum. Handritin eru samin í anda sögunnar en nemendur eru ekki bundnir við samtöl eða bein atvik úr bókinni sjálfri. Kennarnir eru sammála um að með þessu móti hafi sagan öðlast, ef ekki nýtt líf, þá að minnsta kosti nýjar víddir! Von er á höfundinum sjálfum, Jóni Kalman, í heimsókn hingað í skólann næstkomandi föstudag, 11. nóv. Á myndinni má sjá þau Elín Svava Kjartansdóttir og Pétur Logi Pétursson, vettlingaleikara.