Vettvangsferð í náttúrufræði
Í tilefni dags íslenskrar náttúru fóru NÁT123 hóparnir þrír í vettvangsferð að Hellisheiðarvirkjun með kennurum sínum Jóni Grétari og Ronaldi þriðjudaginn 17. september. Farið var í tveimur rútum og fengu nemendur kynningu um jarðvarmaorku og virkjunina í heild sinni. Í kjölfar ferðarinnar var tekið viðtal við stöllurnar Alexöndru Rut og Maríu Hödd:
Hversvegna er öll þessi jarðvarmaorka undir Hengli?
Vegna þess að á Hengli er stærsta eldstöðvarkerfið á Íslandi og gaus þar síðast fyrir um það bil 2000 árum síðan. Þetta er háhitasvæði á flekaskilum. Á Íslandi eru 30 aðskilin sprungusvæði.
Hvað framleiðir Hellisheiðarvirkjun mikla orku?
Hellisheiðarvirkjun framleiðir 300 MW af rafmagni og afkastageta hennar er 400 MW í heitu vatni.
Hvað hefur virkjunin margar borholur?
Virkjunin hefur 57 borholur og hver borhola nær 3000 m dýpi. Þar kemur upp kemur háþýrstigufa með svo miklum látum að það þarf að vera sérstakur hljóðdeyfir.
Hvenær var virkjunin tekin í notkun?
Árið 2002 byrjuðu framkvæmdir virkjunarinnar. Framleiðsla hófst 2006 með 90 MW framleiðslu. Virkjunin var fullbyggð árið 2010.
Hvað hefur virkunin marga rafala?
Rafalarnir sem notaðir eru í Hellisheiðarvirkun eru af gerðinni Mitsubishi og eru alls 7 en við hvern rafal þarf eina túrbínu (hverfil). Einn rafall framleiðir 30 MW en hinir sex framleiða 60 MW.
Á hvaða hátt er Hellisheiðarvirkjun sjálfbær?
Hægt er að framleiða bæði vatn og rafmagn sem er mjög hagstætt. Það er ekki tappað af of miklu í einu. Gerðar hafa verið margar og miklar rannsóknir til þess að setja borholur á réttan stað. Vatn gufunnar er síðan skilað aftur í jörðina.
Á myndunum má sjá Alexöndru Rut og Maríu Hödd og nemendur á kynningu í Heillisheiðarvirkjun.