Vettvangsferð til Reykjavíkur
Við nemendur á ferða og matvælabraut drifum okkur í höfuðborgina fimmtudagsmorguninn 28. apríl. Ferðinni var heitið í Menntaskólann í Kópavogi. Þar tók á móti okkur Baldur sem er áfangastjóri allra matvælagreina í skólanum. Við tókum góðan hring um skólann og skoðuðum okkur um og sáum hvað við erum að fara að læra eftir ár eða nokkur ár. Það fór í gegnum mann fiðrildi við tilhugsunina að vera í MK því þetta er ekkert nema gæðaskóli og gæðakennarar. Eftir að hafa fengið smá hressingu frá nemendum úr skólanum var ferðinni haldið í Tandur. Þar fengum við góðan fyrirlestur um hreinsiefni og hvernig maður á að nota þau og hversu auðvelt það er hægt að ofnota og nota hreinsiefnin vitlaust. Þegar við vorum búin í Tandri voru garnirnar farnar að gaula svo ferðinni var haldið á VOX á Hótel Hilton. Það var veisla! Þar beið okkur 3ja rétta hádegishlaðborð með öllu tilheyrandi. Eftir að allir voru búnir að borða á sig gat fengum við túr um hótelið og skoðuðum alla króka og kima á hótelinu eða allvega öll eldhús og svítur hótelsins.
eftir hilton fórum við downtown og drápum tímann því næst á dagskrá var kvöldverður á Brugghúsinu. Við fórum í upplýsingamiðstöðina og skoðuðum þeirra hlutverk. Þá var loksins komið að kvöldverðinum, við byrjuðum á því að fá smá kynningu um hvernig bjór er bruggaður, mér fannst nú hálf skrítið hvað mörgum fannst það mjög áhugavert..... Jæja núna var maturinn kominn á borð og við nutum þess í botn og var það endirinn á mjög góðri ferð.
Erla Ellertsdóttir, nemandi í grunnnámi ferða- og matvælagreina.
Á myndinni má sjá nemendur á GMF braut FSu ásamt Baldri Sæmundssyni áfangastjóra MK og Guðríði Egilsdóttur, kennara.