Við á vörumessu

Nemendur í Við 133, frumkvöðlafræði, taka þátt í vörumessu Ungra frumkvöðla í Smáralindinni ásamt nemendum annarra framhaldsskóla sem tilheyra Fyrirtækjasmiðjunni. Vörumessan verður formlega opnuð klukkan 16 á föstudag og stendur til 15 á laugardag. Bæði fyrirtæki áfangans í FSu kynna vörur sínar, sem eru afrakstur vinnunnar á önninni.  Ýmsar viðurkenningar verða síðan veittar í lok messunnar. Sjón er sögu ríkari. Nánar á ungirfrumkvodlar.is