Víðförul verk
18.09.2018
Nemendur úr áfanganum Straumar og stefnur (MYND3SS05) lánuðu verk sín sem framlag FSu til listahátíðar í Rúmeníu.
Nemendur úr áfanganum Straumar og stefnur (MYND3SS05) lánuðu verk sín sem framlag FSu til listahátíðar í Rúmeníu sem fór fram dagana 2.- 7. sept. sl.
Verkin unnu nemendur út frá svo kallaðri allegóríu og pragmatísku kenningunni í tengslum við Erasmusverkefnið „Art in DESS“ (Democratic European School of Success)
Hugtökin sem nemendur fengu til að vinna út frá voru:
Lýðræði – samskipti – tungumál – virðing – seigla og núvitund
Í þessu verkefni tóku þátt auk Íslands, Spánn, Portúgal, Þýskaland og Búlgaría og gestgjafinn Rúmenía.
Þessi verk prýða nú veggi FSu ásamt verkum úr öðrum myndlistaráföngum og óðum bætast fleiri verk í hópinn.