Viðurkenningar fyrir góðan námsárangur
Við brautskráningu í desember 2013 voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Gísli Þór Axelsson hlaut viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur í íslensku, þýsku, stærðfræði og náttúrufræði. Gísli hlaut einnig viðurkenningu fyrir bestan heildarárangur í námi.
Lovísa Hansen Daðadóttir hlaut viðurkenningur fyrir framúrskarandi námsárangur í spænsku, ástundun, áhuga og mjög góðan árangur í frönsku og ágætan árangur í dönsku. Steinar Sigurjónsson fékk viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur í heimspeki. Jón Aron Lundberg fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í tölvufræði og Vala Rún Valtýsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í efnafræði.
Á myndinn má sjá Lovísu Hansen Daðadóttur taka á móti viðurkenningu úr hendi Björgvins E. Björgvinssonar, sviðsstjóra.