Vísnakvöld kórsins
12.02.2010
Kór FSu heldur næstkomandi mánudagskvöld sitt víðfræga vísnakvöld. Vísnakvöld hafa verið fastur liður í starfi kórsins frá upphafi og yfirleitt verið vel sótt. Nú sem fyrr verður dagskráin fjölbreytt, s.s. kórsöngur, vísnasöngur, leikþættir o.fl. Enginn aðgangseyrir en í hléi verður selt kaffi og meðlæti, eflaust í anda bolludagsins.