Vorganga og árshátíð
26.05.2009
Starfsmannafélag FSu stóð fyrir vorgöngu og árshátíð laugardaginn 23. maí. Að þessu sinni var gengið um Fljótshlíðina innanverða undir leiðsögn Lárusar Bragasonar. Hann tíndi ófá gullkorn upp úr Vinstri-græna pokanum sem hann hafði meðferðis. Komið var við í Þorsteinslundi, á Hliðarenda og í Nínulundi auk annarra viðkomustaða þar sem útsýnis var notið og hlýtt á bókmenntaperlur. Um kvöldið var haldin árshátið á Hótel Fljótshlíð þar sem hátíðarkvöldverður var snæddur og margvísleg skemmtiatriði flutt. Hlíðin var fögur.