Fréttir

Hrossahagar og landlæsi

Nemendur á Hestabraut drifu sig í vettvangsferð í morgun, fimmtudaginn 31. ágúst, til að skoða hrossabeit. Stefnan var tekin niður á Stokkseyrarveg þar sem auðvelt aðgengi er að nokkrum hrossahólfum og létu nemendur smá súldarveður ekki aftra sér, enda þar á ferð hraustleikafólk upp til hópa. Tilgangur ferðarinnar var að skoða og fá æfingu í að meta haglendi fyrir hross, en landlæsi er einn þáttur í áföngunum „Fóður og heilsa“
Lesa meira

Módel óskast

Módel óskast! Myndlistarbrautin í Fjölbrautaskóla Suðurlands býður upp á nýjan áfanga á 3. Þrepi. Í áfanganum sem ber heitið Maður og efni er fengist við mannslíkamann, standandi, liggjandi, sitjandi og í alls konar stellingum. Þar af leiðandi óskum við eftir að ráða módel til að sitja fyrir nakið í þessum áfanga MYND3ME05.
Lesa meira

Grunnnemar byggingagreina í vettvangsferð

Grunnnemar í byggingagreinum fóru í vettvangsskoðun og kíktu á skipulag, göngustíga, byggingastíla og iðnaðarmenn við vinnu,. Nemendur veltu fyrir sér hlutverki mismunandi iðngreina, hlutverki hönnuða, arkitekta, landslagsarkitekta og þar fram eftir götum. Ferðin var farin til að opna umræður í tímum og víkka sjóndeildarhring nemenda um möguleika framtíðarinnar, hvað þá langi til að gera eða vinna við í framtíðinni.
Lesa meira

Slökun og leikir

Nemendur í áfanganum ERGó1AA05 hafa notað veðurblíðuna í vikunni til að fara út í leiki. Eftir að hafa fundið ZipZapBoing meistarana í hópnum sem og lymskustu morðingjana í Morðingjaleik endaði þessi hópur á slökun í sólinni með fögrum fuglasöng í bakgrunni.
Lesa meira

Nýnemar mættir og kennsla hafin

Nýtt skólaár er hafið af fullum krafti og á fimmtudag fylltist skólinn af kraftmiklum hópi nýnema sem tóku þátt í nýnemadegi
Lesa meira

Nýnemadagur og upphaf haustannar

Önnin hefst á nýnemadegi fimmtudaginn 17. ágúst kl.8:30. Dagurinn er aðallega ætlaður nýnemum, en aðrir nemendur, sem aldrei hafa áður stundað nám í FSu, eru einnig velkomnir. Nemendur munu fá afhentar stundaskrár, fá kynningu á skólanum, tölvukerfunum, nemendafélaginu og mörgu fleira. Dagskrá nýnemadags lýkur um kl.13:30. Nemendur fylgist með tímatöflu Strætó vegna heimferðar. Fimmtudaginndaginn 17. ágúst kl. 9:00 opnar Inna fyrir nemendur. Kennsla hefst samkvæmt stundarskrá föstudaginn 18. ágúst kl. 8:15.
Lesa meira

Stundatöflur og töflubreytingar haust 2017

Fimmtudaginn 17. ágúst kl. 09.00 opnar Inna og nemendur geta skoðað stundatöflur sínar.
Lesa meira

Upphaf haustannar

Nú er undirbúningur fyrir nám á haustönn 2017 komið á fullt skrið. Inna opnar kl. 9:00 fimmtudaginn 17. ágúst. Fimmtudaginn 17. ágúst er nýnemadagur og verður dagskrá hans auglýst hér á vefnum og send út til nýnema í byrjun næstu viku.
Lesa meira

Unnið úr umsóknum og lokun skrifstofu í sumar

Nú stendur yfir vinna við umsóknir nemenda vegna haustannar og fljótlega fá nýir nemendur upplýsingar um hvort þeir hafa komist á þá braut sem þeir sóttu um. Skrifstofa skólans lokar föstudaginn 23. júní og opnar aftur þriðjudaginn 8. ágúst.
Lesa meira

Aron Óli og Hörður eru dúxar FSu á vorönn

Aron Óli Lúðvíksson og Hörður Kristleifsson eru dúxar FSu á vorönn 2017. 115 nemendur brautskráðust frá Fjölbrautaskóla Suðurlands föstudaginn 26. maí, þar af voru 81 nemendur sem luku stúdentsprófi.
Lesa meira