Fréttir

Þórunn Anna er dúx FSu á haustönn 2020

Þórunn Anna Guðbjartsdóttir er dúx FSu á haustönn 2020. 53 nemendur brautskráðust frá Fjölbrautaskóla Suðurlands laugardaginn 19. desember. Þórunn Anna hlaut einnig viðurkenningu frá Hollvarðasamtökum FSu. Hún lét ekki staðar numið þar heldur fékk einnig viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði, íslensku og spænsku.
Lesa meira

Brautskráning haustannar - 19. desember

Brautskráning haustannar fer fram í tvennu lagi laugardaginn 19. desember. Sjá nánari hlekki á útsendingu í fréttinni.
Lesa meira

FSu mætir FB í fyrstu umferð Gettu betur

Lið FSu mun mæta liði FB í fyrstu umferð spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur þann 6. janúar n.k. Gettu betur-lið FSu árið 2021 er skipað þeim Ásrúnu Aldísi Hreinsdóttur, Ásthildi Ragnarsdóttur og Hlyni Héðinssyni, en varamaður er Tristan Magni Hauksson.
Lesa meira

Lokaverkefni og örverkasýning í leiklist

Nemendur í leiklist í FSu höfðu í nógu að snúast á síðustu dögum kennslu í byrjun desember, en þá fengu þau að snúa aftur í kennslustundir með þeim takmörkunum sem nú gilda. Þau frumsýndu átta örverk sem nemendur í íslenskuáfanganum Ritlist og tjáning (ÍSLE3RT05) höfðu skrifað.
Lesa meira