Fréttir
VAR GUNNAR HEIMA?
30.10.2022
Nemendur í miðaldabókmenntum (ÍSLE3ME05) fóru í ferð um söguslóðir Brennu-Njáls sögu 19. október síðastliðinn. Dagurinn heilsaði nemendum og kennaranum Rósu Mörtu Guðnadóttur bjartur og fagur. Lárus Ágúst Bragason sérfræðingur í sögunni og sögukennari í FSu var fararstjóri og fræddi mannskapinn heilmikið um söguna og sagnfræði sem tengist bæði sögu og ritunartíma sögunnar. Ekið var að Velli í Hvolhreppi og þaðan inn Fljótshlíð að Hlíðarenda þar sem var stoppað og ýmsu velt upp um Gunnar á Hlíðarenda og Hallgerði langbrók. Aðspurð um hvort Gunnar hefði verið heima svarar Rósa Marta því að svo hafi ekki verið – en . . . Og nú þurfa Njálu lesendur að botna setninguna.
Lesa meira
Málþing um óboðna gesti í garð- og skógrækt á Íslandi.
25.10.2022
Undanfarin ár hefur þó nokkur fjöldi nýrra meindýra og sjúkdóma gert usla í íslenskum görðum, sem og trjárækt og skógrækt víða um land. Á málþinginu, sem haldið var þann 13. október, var farið yfir núverandi stöðu mála og viðbrögð við þessum vágestum í ræktuninni.
Lesa meira
ÁFANGAMESSA
24.10.2022
Áfangamessa er orðinn fastur liður í starfsemi FSu. Þá setja kennarar skólans upp einskonar bása eða kynningarborð á sal skólans (Gaulverjabæ) og nemendur mæta og kynna sér fjölbreytt og margbrotið námsframboð skólans. Messan er haldin á þeim sama degi og nemendur velja sér áfanga fyrir komandi önn. Að þessu sinni var sá dagur fimmtudagurinn 20. október. Um eitt þúsund nemendur stunda nú nám við FSu og hefur fjöldi nýnema við skólann aldrei verið meiri en í upphafi þessarar haustannar.
Lesa meira
GEÐLESTIN OG EMMSJÉ GAUTI
17.10.2022
Heimsóknir eru mikilvægar í skólastarfi og því fjölbreyttari sem þær eru því betra. Og þó seint sé er nauðsynlegt að greina frá einni september heimsókn þann 19. þess mánaðar í FSu en þá renndi GEÐLESTIN sér inn í aðalrými skólans og hélt erindi um geðfræðslu og mikilvægi öflugrar geðræktar. Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og 1717 síma Rauða krossins og styrkt af hinu opinbera. Markmiðið er að ræða við ungt fólk um geðheilsuna og hvernig best sé að rækta hana og vernda. Nemendur eru hvattir til þess að tjá tilfinningar sínar, spyrja spurninga og ræða við foreldra eða kennara um amstur og mótbárur daglegs lífs.
Lesa meira
ALÞJÓÐADAGUR KENNARA
10.10.2022
Miðvikudaginn 5. október síðastliðinn var Alþjóðadagur kennara og var honum fagnað í Fjölbrautaskóla Suðurlands eins og um heim allan. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á því mikilvæga og margvíslega starfi sem kennarar gegna og um leið að efla samtakamátt þeirra. Og huga að því hvernig menntun barna verður best háttað í framtíðinni. En í gegnum fagmennsku sína og reynslu gera kennarar allt sitt til að mennta og móta hugi komandi kynslóða og skapa jákvæðan skólabrag í hvetjandi skólaumhverfi.
Lesa meira
HIN PÓLITÍSKA HLIÐ MENNTAMÁLA
04.10.2022
Það er mikilvægt að efla tengsl ráðuneytis og menntastofnana. Heimsóknir ráðherra eru einn liður í því. Þær auka skilning á því fjölþætta starfi sem fram í skólum landsins. Ráðherra barna- og menntamála Ásmundur Einar Daðason heimsótti FSu ásamt aðstoðarfólki og þingmanni mánudaginn 3. október. Heimsóknin hófst klukkan 11 og tilefni hennar var að kynna sér fjölbreytta starfsemi skólans og ekki síst hinn nýja samruna FSu og Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi.
Lesa meira