20.12.2019
Arnór Ingi Grétarsson er dúx FSu á haustönn 2019. Hann útskrifaðist af tveimur stúdentslínum, viðskipta- og hagfræðilínu og alþjóðalínu. Arnór Ingi hlaut einnig viðurkenningu frá Hollvarðasamtökum FSu og margar viðurkenningar fyrir nám í einstökum námsgreinum.
Lesa meira
19.12.2019
Nemendur í áfanganum NÝMI2GH05 (grafísk hönnun) svokallað bókverk, skiluðu frumlegum lokaverkefnum við lok haustannar.
Lesa meira
17.12.2019
Nýlega var dregið í fyrstu umferð Gettu betur 2020 sem hefst 6. janúar. Lið FSu mun mæta liði Tækniskólans og þriðjudaginn 7. janúar kl. 20:00.
Lesa meira
12.12.2019
Þann 7. desember var seinni einvígisleikur ársins milli Hyskis Höskulds og Tapsárra Flóamanna (briddssveitar starfsmanna FSu) spilaður á heimavelli Hyskisins, Merkurlaut í Flóahreppi. Leikurinn endaði 90 - 66 fyrir Flóamenn. Fyrri leikur ársins fór 94-35 fyrir Flóamenn þannig að briddssveit FSu hefur verið sigursæl þetta ár.
Lesa meira
06.12.2019
Þær voru glaðbeittar appelsínugulu verurnar sem kíktu í heimsókn á síðasta kennsludegi haustannar.
Lesa meira
05.12.2019
Nemendur á húsasmíðabraut fóru nýlega í heimsókn í Húsasmiðjuna á Selfossi og fræddust um það sem í boði er af timbri og plötum
Lesa meira
03.12.2019
Nemendur í kvennabókmenntum fengu skemmtilega heimsókn á dögunum. Harpa Rún Kristjánsdóttir skáld og fyrrum nemandi FSu hitti nemendur og spjallaði um lífið, tilveruna og hvernig á því stóð að hún byrjaði að skrifa.
Lesa meira
28.11.2019
Í fundargati á miðvikudögum gefst oft tækifæri til að bjóða upp á uppbrot fyrir nemendur. Nýlega kíkti fyrrverandi nemandi í heimsókn með gítarinn sinn og tók nokkur lög í Gryfjunni í miðrými skólans.
Lesa meira
22.11.2019
Vélvirkjar tóku nýlega í notkun nýja kennsluaðstöðu fyrir glussatækni, loftstýritækni og kælitækni. Þessi aðstaða og ný tæki hafa gjörbreytt forsendum til að læra þessi fög.
Lesa meira
21.11.2019
Í tilefni af Degi íslenskrar tungu var efnt til örsögukeppni í FSu. Margar skemmtilegar sögur bárust en fimm þeirra þóttu bera af. Þær voru ríkar af myndmáli, sköpuðu ákveðna stemmingu og komu hugsunum lesanda af stað í allar áttir.
Lesa meira