Fréttir
MIKILVÆGT SAMRÁÐ SKÓLASTIGA
01.11.2023
Árlegur samráðsfundur kennara FSu með grunnskólakennurum á Suðurlandi var haldinn í Odda, aðalbyggingu FSu þann 1. nóvember. Í byrjun fundarins ávarpaði skólameistari Olga Lísa Garðarsdóttir þátttakendur og lagði áherslu á snertipunktinn milli skólastiganna og mikilvægi þess að kennarar ræddu sín á milli og væru upplýstir um megináherslur í námi nemenda á hvoru skólastigi. Samráðið snýr að kjarnagreinunum fjórum, dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði. Bæði var góðmennt og fjölmennt á fundinum enda er umráðasvæði FSu eitt víðfeðmasta skólasvæði á Íslandi með Þorlákshöfn í vestri og Kirkjubæjarklaustur í austri.
Lesa meira
Námsferð til Joniskis í Litháen
30.10.2023
Um miðjan októbermánuð fóru 6 garðyrkjunemar ásamt kennara í námsferð til Litháen á vegum Nordplus verkefnisins Nordic horticulture. Verkefnið er samstarf 5 garðyrkjuskóla í Skandinavíu og Eistrasaltslöndunum sem hefur það markmið að auka þekkingu og færni þátttakenda ásamt því að efla samstarf kennara þessara skóla. Verkefni námsferðarinnar til Joniskis í Litháen var að fræðast um staðargróður, samplantanir, sameldi, ræktun vínberja og mótun runna og trjáa í uppeldi. Einnig er mikilvægur hluti verkefna af þessu tagi að kynnast menningu þess lands sem er sótt heim og styrkja félagsleg bönd nemenda frá öllum þátttökulöndum.
Lesa meira
Ferð á heimsmeistaramót í blómaskreytingum
25.10.2023
Nú á haustdögum héldu nemendur blómaskreytingabrautar Garðyrkjuskólans í ferðalag ásamt kennurum sínum til Manchester á heimsmeistaramótið í blómaskreytingum. Keppnin stóð í 3 daga og var stórkostleg upplifun fyrir íslensku gestina að fylgjast með störfum fólks víðs vegar úr heiminum. Þetta er ómetanleg reynsla fyrir nemendur að sjá og upplifa það besta sem verið er að gera í þeirra fagi.
Lesa meira
Heimsókn bandarískra arkitektanema í Garðyrkjuskólann á Reykjum
19.10.2023
Miðvikudaginn 18. október kom hópur arkitektanema og kennara frá arkitektadeild Yale háskóla í Bandaríkjunum í heimsókn í Garðyrkjuskólann á Reykjum. Hópurinn er á ferð um Ísland þessa dagana að kynna sér arkitektúr á Íslandi og hvernig mannfólkið hefur skapað sér hýbýli og manngert umhverfi á norðurhjara veraldar.
Lesa meira
ÖFLUGT MATVÆLANÁM Í FSu
12.10.2023
Vakinn er athygli á nýju og kraftmiklu námi í matvæla- og ferðagreinum í FSu. Um er að ræða heildstætt brautarnám með nýrri og öflugri aðstöðu í kennslueldhúsi skólans. Námið er 70 einingar og námstími tvær til þrjár annir. Það er ætlað þeim sem stefna að vinnu við ferðaþjónustu eða frekara námi í matvælagreinum eins og matreiðslu, matartækni, bakstri, framreiðslu og kjötiðn. Nemendur fá starfskynningu í ferða- og matvælagreinum á vinnustöðum og fara í vinnustaðanám 18 - 24 klst. á önn.
Lesa meira
SUNNLENSKIR ÞINGMENN HEIMSÆKJA FSu
08.10.2023
Í liðinni kjördæmaviku Alþingis fóru þingmenn í kjördæmi sín og sinntu hinum ýmsu erindum. Sóttu heim fyrirtæki og stofnanir, héldu fundi og hittu fólk og juku tengsl sín við kjósendur. Sex af tíu þingmönnum Suðurlands komu í heimsókn í FSu fimmtudaginn 5. október á alþjóðadegi kennara, þrjár konur og þrír karlmenn.
Lesa meira
LISTMÁLARINN ÁSGRÍMUR Í FSu
02.10.2023
Síðastliðið vor setti Byggðasafn Árnesinga upp sýningu í Húsinu á Eyrarbakka sem nefnd var Drengurinn, fjöllin og Húsið þar sem fjallað er um æsku og unglingsár hins merka myndlistarmanns Ásgríms Jónssonar (1876 – 1958). Nú hefur þessi sama sýning verið sett upp í björtu og fallegu rými fyrir framan myndlistarstofu FSu á þriðju hæð skólans. Fullyrða má að um einstakt framtak og samvinnuverkefni sé að ræða á milli safns og skóla.
Lesa meira