Fréttir

FSu í úrslitum Boxins fimmta árið í röð

Í síðustu viku fór fram undankeppni Boxins þar sem 26 lið úr 14 framhaldsskólum tóku þátt en aðeins 8 lið úr jafnmörgum skólum eiga þess kost að komast í aðalkeppnina. Lið FSu tryggði sig áfram 5. árið í röð. Liðið mun etja kappi við Menntaskólann í Reykjavík, Kvennaskólann, Menntaskólann í Hamrahlíð, Fjölbrautaskólann í Breiðholti, Menntaskólann á Laugarvatni, Tækniskólann og Menntaskólann í Kópavogi. Lið FSu skipa þau Álfheiður Österby, Leó Snær Róbertsson, Harpa Svansdóttir, Karólína Ívarsdóttir og Dagur Snær Elísson.
Lesa meira

Góð gjöf

Þriðjudaginn 24. október komu fulltrúar frá Rafiðnaðarsambandinu og Samtökum rafverktaka á Suðurlandi færandi hendi. Þessi samtök gáfu nemendunum 11 sem er á fyrsta ári á grunndeild rafiðna, nýjar glæsilegar spjaldtölvur.
Lesa meira

Spilað í félagsfræði

Nemendur í FÉLA2BY05 sem er grunnáfangi í félagsfræði hafa undanfarnar kennslustundir unnið að því að búa til spil tengd menningu og trúarbrögðum.
Lesa meira

Forvarnarfræðsla um rafrettur

Nemendur FSU fengu í vikunni forvarnarfræðslu um rafrettur í sal skólans. Björg Eyþórsdóttir hjúkrunarfræðingur og mastersnemi í heilbrigðsvísindum við HA, kom í heimsókn og ræddi við nemendur um skaðsemi og áhættur sem fylgja því að nota rafrettur.
Lesa meira

Hreyfanlegur veggur í veggjalist

Þessa önnina er aðeins önnur nálgun í veggjalistinni. Nú er málað á vegg sem verður samsettur og hreyfanlegur og fer sú vinna fram í svokallaðri Smiðju í Hamri, hinu nýja og glæsilega verknámshúsi FSu. Önnin er hálfnuð og verkefnið því farið að taka á sig góða mynd.
Lesa meira

Pallborðsumræður og skuggakosningar

Pallorðsumræður vegna komandi alþingiskosninga fóru fram í sal FSu mánudaginn 16. október. Fullur salur af nemendum fylgdist með umræðum í sal, en þar kynntu fulltrúar framboða í Suðurkjördæmi helstu stefnumál sín.
Lesa meira

Allir upp með hjálmana

Nú hefur verið sett um geymsla fyrir hjálma í Hamri fyrir nemendur í húsasmíði. Hjálmunum hefur verið haganlega fyrirkomið þar sem nemendur geta gripið til þeirra fljótt og örugglega.
Lesa meira

Haustfrí

Haustfrí er í skólanum fimmtudaginn 12. október og föstudaginn 13. október. Skrifstofa skólans verður lokuð.
Lesa meira

Nemendur skoða Írafoss-og Ljósafossstöðvar

Nemendur í náttúrufræðiáfanga á starfsbraut heimsóttu Írafossstöð og kynntu sér starfsemi hennar. Vel var tekið á móti hópnum og fengu nemendur góða kynningu á starfsemi stöðvarinnar hjá Jóhanni Bjarnasyni stöðvarstjóra.
Lesa meira

Snoðun, hlaupahjólsáskorun og kallinn í kassanum á góðgerðarviku

Í liðinni viku var líf og fjör í skólanum, en þá fór fram góðgerðarvika NFSu. Í þessari viku gafst nemendum tækifæri á að skora á hvorn annan og aðrir nemendur gátu síðan sett peninga undir sömu áskorun. Nú er FSu sérlegur styrktaraðili SOS barnaþorpsins Jos í Nígeríu og renna öll framlög beint til uppbyggingar þorpsins.
Lesa meira