24.09.2017
Nokkrir grjótharðir nemendur í fjallgönguáfanga FSu ásamt Sverri íþróttakennara, létu ekki rok og rigningu stoppa sig frá því að ganga um Hengilsvæðið síðastliðinn laugardag.
Lesa meira
20.09.2017
Í liðinni viku sóttu nokkrir enskukennarar skólans vinnustofu á vegum Félags Enskukennara sem haldin var í Reykjavík. Þar fjallaði Averil Coxhead um orðaforðakennslu og rannsóknir sínar á notkun orðaforða.
Lesa meira
18.09.2017
Þegar hefðbundinni kennslu er lokið á föstudögum, fara flestir nemendur heim í helgarfrí. Það á þó ekki við um nemendur í fimm fjallaáfanganum. Þeir nemendur reima á sig gönguskó og halda til fjalla.
Lesa meira
15.09.2017
Svo skemmtilega vildi til í vikunni að kennarar á bæði myndlista- og hestabraut ákvæðu að notfæra sér aðstöðuna í Smiðjunni í Hamri við kennslu á sama tíma. Nemendur á hestabraut voru að kryfja fætur hrossa sem er liður í að bæta þekkingu þeirra á járningum á meðan myndlistanemar voru að undirbúa fleti fyrir veggjalist.
Lesa meira
13.09.2017
FSu á afmæli í dag, 13. september. Skólinn okkar er 36 ára og ber aldurinn vel. Til hamingju öll.
Lesa meira
12.09.2017
Nemendur í áfanganum FILM1SX02 vinna fjölbreytt verkefni í kvikmyndagerð. Áfanginn snýst um að kynna fyrir nemendum á starfsbraut möguleika til hljóð og myndaupptöku sem búa í farsímunum þeirra og einnig að prófa ýmis ókeypis forrit sem hægt er að nota til kvikmyndagerðar.
Lesa meira
08.09.2017
Á þessari önn eru kenndir tveir fjallgönguáfangar. Einingarnar sem fást fyrir þessa áfanga metast sem íþróttaeiningar. Annar hópurinn fer í nokkrar fjallgöngur í nágrenni skólanns, þrjár styttri göngur á föstudögum eftir skóla og tvær lengri laugardagsgöngur. Myndir úr þeim ferðum koma síðar.
Hinn hópurinn gekk yfir Fimmvörðuháls á dögunum
Lesa meira
08.09.2017
Nemendur með greiningu um námserfiðleika eiga rétt á aðgangi að hljóðbókum í námi sínu. Hér á eftir eru upplýsingar um hvernig ferlið gengur fyrir sig.
Lesa meira
07.09.2017
Í vikunni var farið í nýnemaferð. Ferðin tókst afar vel, en skipulag hennar var alfarið á höndum mentorahóps FSu.
Lesa meira
04.09.2017
Á morgun þriðjudaginn 5. september kl. 20-21:30, verður haldin foreldrakynning fyrir foreldra og forráðamenn nýnema.
Lesa meira