Fréttir

FSu Í UNDANÚRSLIT GETTU BETUR

Síðasta viðureign átta liða úrslita GETTU BETUR fór fram í kvöld. FSu atti kappi við hafnfirska Flensborgara og hafði sigur 21 stig gegn 14. Lið FSu skipa Ásrún Aldís Hreinsdóttir, Elín Karlsdóttir og Heimir Árni Erlendsson og stóðu sig eins og hrífandi keppnismenn í hvítum liðsbúningi sem Elín hafði hannað með aðstoð Fab Lab tækninnar. Á upphandlegg búninganna kom fyrir talan 86 sem vísar í upphafsár Gettu betur sem (nota bene) FSu vann í úrslitaviðureign gegn þessum sama hafnfirska skóla.
Lesa meira

MYNDLISTANEMAR SÝNA Í LISTAGJÁNNI

Myndlistarnemar FSu halda áfram uppteknum hætti að setja upp sýningu í opinberu rými utan skólans. Nú er það nemendur í framhaldsáfanganum Straumar og stefnur sem fá þjálfun í uppsetningu og kynningu á eigin verkum. Verkin voru unnin á haustönn 2022. Sýningin fer fram í Listagjánni á Bókasafni Árborgar og stendur yfir dagana 2. - 28. febrúar. Gestum gefst tækifæri á að upplifa fjölbreytt listaverk, bæði að útliti og innihaldi. Í áfanganum er unnið út frá kenningum í fagurfræði, fjölbreyttum myndgerðum og nemendur hlaða verk sín tilgangi sem tengjast ýmist goðsögnum eða heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Lesa meira

ÁRANGURSRÍKUR ÞRÍSKÓLAFUNDUR

Þrískólafundur er það þegar allir starfsmenn framhaldsskólanna Fjölbrautaskóla Suðurlands, Fjölbrautaskóla Vesturlands og Fjölbrautaskóla Suðurnesja hittast og bera saman bækur sínar. Þetta eru gagnkvæmar og gefandi samkomur haldnar á tveggja ára fresti. Að þessu sinni var hist á Akranesi miðvikudaginn 1. febrúar. Lagt var af stað með rútu frá FSu klukkan átta að morgni og komið aftur heim klukkan fjögur.
Lesa meira