Fréttir
SÖGULEG ÚTSKRIFT í FSu
27.05.2024
Þó vorveðrið hafi ekki verið upp á marga fiska föstudaginn 24. maí síðastliðinn var sérlega líflegt og bjart yfir útskriftarhátíð FSu og aflinn góður. Brautskráningin var söguleg í fernu tilliti. Aldrei hafa jafnmargir nemendur útskrifast frá skólanum í einu. Dúx Scholae Ólafía Guðrún Friðriksdóttir hlaut hæstu meðaleinkunn í sögu skólans, fyrsta konan var útskrifuð af vélvirkjabraut og skólameistari Olga Lísa Garðarsdóttir hélt sína síðustu útskriftarræðu eftir tólf ára farsæla stjórnun.
Lesa meira
AFREKSKONA Í HESTAÍÞRÓTTUM
21.05.2024
Það er alltaf gaman að fylgjast með fyrrverandi nemendum hestabrautar FSu og sjá að þeir ná árangri í greininni og skila sér áfram og víða í frekara nám. Núna stundar góður hópur eldri nemenda FSu nám við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og er Sunna Lind Sigurjónsdóttir ein af þeim. Hún er útskrifuð með stúdentspróf af hestabraut FSu og stundar nú nám við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Á dögunum hlaut Sunna Morgunblaðsskeifuna sem er veitt af forseta Íslands en einnig hlaut hún Gunnarsbikarinn.
Lesa meira
Í MINNINGU ÁRNA ERLINGSSONAR
18.05.2024
Það er hefð á Byggðasafni Árnesinga fyrir heimsóknum trésmíðanema frá Fjölbrautaskóla Suðurlands. En það var í tíð Árna Erlingssonar (1935 – 2019) kennara við skólann sem bjó bæði yfir mikilli þekkingu á þessu sviði og áhuga á byggingarsögu og varðveislu gamalla húsa, að nemendur hófu að koma reglulega á Eyrarbakka í sögugöngu og til skoða HÚSIÐ. Eftir hans dag urðu þessar heimsóknir óreglulegri og um tíma duttu þær alveg út. Fyrir nokkru voru þessar heimsóknir endurvaktar og má segja að þær hafi borið nokkuð skemmtilegan og gagnlegan ávöxt.
Lesa meira
Aðalfundur Hollvarðasamtaka FSu 2024
17.05.2024
Aðalfundur Hollvarðasamtaka FSu verður haldinn strax að lokinni útskrift og skólaslitum Fjölbrautaskóla Suðurlands, föstudaginn 24. maí n.k.
Lesa meira
ÖLFUSÁ OG LÍÐAN HENNAR
10.05.2024
Þriðja maí síðastliðinn fór fram verðlaunaafhending í keppni Landverndar sem bar undirtitilinn Ungt umhverfisfréttafólk. Verkefnin sem bárust voru fimmtíu og sjö frá átján skólum víðsvegar af að landinu. Fimm þessara verkefna komust í úrslit og þar átti Fjölbrautaskóli Suðurlands tvö verkefni og hafnaði annað þeirra í öðru sæti. Það var ljóð Sigurðar Guðbjarts Guðmundssonar um Ölfusá og líðan hennar þar sem hann persónugerir ána og lætur henni verða meinillt og byrja að blæða af mannanna verkum.
Lesa meira
GULUR AÐ UTAN – GRÆNN AÐ INNAN
07.05.2024
FSu fékk Grænfánann afhentan öðru sinni nú á dögunum. Grænfánaverkefnið er alþjóðlegt og miðar að því að efla umhverfisvitund nemenda, kennara og starfsmanna skóla. Þetta er umfangsmesta verkefni sinnar tegundar sem rekið er á heimsvísu. Landvernd hefur umsjón með verkefninu á Íslandi og eru nánari upplýsingar um Grænafánaverkefnið er að finna hér: https://menntuntilsjalfbaerni.is/.
Lesa meira