28.09.2021
Gjafir berast reglulega skólastarfinu í FSu. Að baki þeim býr stuðningur frá fyrirtækjum og félagasamtökum í þeim tilgangi að efla menntunina sem þar fer fram og uppfæra tæki og tækni sem eru í stöðugri þróun. Það er mikilvægt að atvinnulíf og öflugt skólastarf séu í gagnvirku og skilningsríku sambandi og segja má að gjafir af þessu tagi séu táknmynd þessa samstarfs.
Lesa meira
23.09.2021
Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema fer fram klukkan 8:15 þriðjudaginn 28. september í húsnæði IÐU í stofu 5.
Lesa meira
21.09.2021
Með nýju verknámshúsi FSu sem kallast HAMAR og tekið var í notkun árið 2017 jókst framboð á fjölbreyttu iðn- og starfsnámi við skólann. Nú eru starfræktar sex slíkar námsbrautir: grunnnám matvæla- og ferðagreina, grunnnám hársnyrtiiðnaðar, húsasmíðabraut, rafvirkjabraut, sjúkraliðabraut og vélvirkjabraut.
Lesa meira
15.09.2021
Fullyrðingin Heilbrigð sál í hraustum líkama á prýðilega við í starfi FSu. Og jafnvel þótt hún sé sögð á latínu Mens sana in corpore sano og rakin til rómverska skáldsins Juvenal sem uppi var 200 árum fyrir krist. Þetta vita þeir sem stunda göngur og hlaup, sund og jóga og yfirleitt alla almenna útvist og hreyfingu. Í íþróttaáfanganum útivist og fjallgöngur eða ÍÞRÓ2ÚF02 er hlúð að þessari grundvallarstaðreynd. Þar er farið í fimm fjallgöngur á önn auk þess sem ratvísi er kennd, umgengni við náttúruna og hvernig á að klæða sig til fjalla.
Lesa meira
12.09.2021
RÓÐURINN VAR ERFIÐUR EN UNDURSAMLEGUR
segir Heimir Pálsson fyrsti skólameistari FSu í tilefni af 40 ára afmæli FSu
Fjölbrautaskóli Suðurlands á fjörutíu ára starfsafmæli í dag, mánudaginn 13. september. Mega allir Sunnlendingar óska skólanum og því starfi sem þar hefur verið ræktað innilega til hamingju því heill og hamingja, menntun, manngildi og velferð hefur fylgt þessu skólastarfi frá upphafi vega. Fullyrða má að stofnun skólans haustið 1981 sé einn af hornsteinum í uppbyggingu þessa svæðis sem nær úr vestri frá Þorlákshöfn og til austurs alla leið í Vestur-Skaftafellsýslu.
Lesa meira
09.09.2021
Myndlistarnemar FSu halda nú áfram uppteknum hætti að setja upp sýningu í opinberu sýningarrými utan skólans. Það eru nemendur í framhaldsáföngum sem fá þjálfun í uppsetningu og kynningu á eigin verkum. Að þessu sinni eru það nemendur í áföngunum Myndlist og Straumar og stefnur á þriðja þrepi sem sýna í Listagjánni á Bókasafni Árborgar 10. - 30. september. Verkin eru unnin á vorönn 2021.
Lesa meira
02.09.2021
Fjölbrautaskóli Suðurlands er virkur þátttakandi í verkefninu GRÆN SKREF en markmið þess er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í opinberum rekstri og efla umhverfisvitund starfsmanna. Þátttakan sjálf er fjármögnuð af umhverfisráðuneytinu en kostnaður hverrar stofnunar felst í því að skipta yfir í umhverfisvænni rekstur sem leiðir að lokum til sparnaðar og minni losunar á CO2.
Lesa meira