28.11.2018
Nemendur í leiklist og nemendur í íslensku í skapandi skrifum unnu saman á haustönn. Hefð er komin á þetta samstarf en þá skrifa nemendur í skapandi skrifum stutt leikverk sem nemendur í leiklist fá í hendur, útfæra, æfa og setja á svið.
Lesa meira
22.11.2018
Arnar Már Arngrímsson rithöfundur heimsótti FSu þriðjudaginn 6. nóvember. Hann spjallaði við þrjá námshópa í íslenskuáfanganum Mál og ritun sem höfðu nýlokið við að lesa Sölvasögu unglings
Lesa meira
21.11.2018
Vakin er athygli á því að haldin verða stöðupróf í norsku og sænsku þann 8. desember næstkomandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Nánari upplýsingar um skráningu er að finna inn á heimasíðu MH undir viðburðir og í fréttaveitu skólans.
Lesa meira
20.11.2018
Hressir nemendur af véla og rafmagnsdeild skólans fóru nýverið í vísindaferð. Byrjað var á því að heimsækja Kjörís í Hveragerði og fengu nemendur kynningu á starfsemi fyrirtækisins og auðvitað ís að auki. Því næst lá leiðin að Ljósafossvirkjun.
Lesa meira
16.11.2018
Starfsfólk FSu tók sig saman og bakaði bollakökur og seldi þær fyrir frjáls framlög til Krabbameinsfélagsins á bleikum degi í skólanum. Föstudaginn 26. október sl. hélt Krabbameinsfélag Árnessýslu Bleikt boð í Tryggvaskála.
Lesa meira
13.11.2018
Þann 5. október síðastliðinn fóru nokkrir nemendur (18) ásamt einum kennara í Fjölbrautaskóla Suðurlands upp undir Búrfell og hófu vinnu við vistheimtarverkefni í samstarfi við Landvernd og Hekluskóga.
Lesa meira
12.11.2018
Öll stór verkefni þurfa góðan undirbúning og á það einnig við um eitt af þeim þremur Erasmus+ verkefnum sem FSu fékk samþykkt nýverið. Dagana 14.-16. október hittust í fyrsta sinn kennarar frá löndunum fjórum sem taka munu þátt í samstarfsverkefni, en þáttur okkar FSu snýr að vistvænni ferðamennsku.
Lesa meira
09.11.2018
Þórey Hekla Ægisdóttir er sigurvegari söngkeppni FSu 2018, en keppnin fór fram í gærkvöld. Þórey Hekla söng lagið It´s a man´s world.
Lesa meira
08.11.2018
Dagurinn 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti í skólum.
Einelti hefur margvíslegar afleiðingar bæði fyrir nemendur sem verða fyrir því og þeirra fjölskyldur. Mikilvægt er að allir leggi sitt framlag á vogarskálarnar til að stuðla að gagnkvæmri virðingu, samkennd og jákvæðum samskiptum í skólanum.
Lesa meira
06.11.2018
„Þeir unnu naumlega að þessu sinni, höfðu sigur í fyrri hálfleik, við unnum seinni lotuna en með heldur minni mun“, sagði Ingis Ingason aðspurður um úrslit í sextugasta einvígisleiknum milli Hyskis Höskuldar og Tapsárra Flóamanna.
Lesa meira