Fréttir

Skemmtilegt samstarf

Nemendur í leiklist og nemendur í íslensku í skapandi skrifum unnu saman á haustönn. Hefð er komin á þetta samstarf en þá skrifa nemendur í skapandi skrifum stutt leikverk sem nemendur í leiklist fá í hendur, útfæra, æfa og setja á svið.
Lesa meira

Rithöfundur í heimsókn

Arnar Már Arngrímsson rithöfundur heimsótti FSu þriðjudaginn 6. nóvember. Hann spjallaði við þrjá námshópa í íslenskuáfanganum Mál og ritun sem höfðu nýlokið við að lesa Sölvasögu unglings
Lesa meira

Stöðupróf í norsku og sænsku

Vakin er athygli á því að haldin verða stöðupróf í norsku og sænsku þann 8. desember næstkomandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Nánari upplýsingar um skráningu er að finna inn á heimasíðu MH undir viðburðir og í fréttaveitu skólans.
Lesa meira

Góð vísindaferð

Hressir nemendur af véla og rafmagnsdeild skólans fóru nýverið í vísindaferð. Byrjað var á því að heimsækja Kjörís í Hveragerði og fengu nemendur kynningu á starfsemi fyrirtækisins og auðvitað ís að auki. Því næst lá leiðin að Ljósafossvirkjun.
Lesa meira

Gjöf afhent í bleiku boði

Starfsfólk FSu tók sig saman og bakaði bollakökur og seldi þær fyrir frjáls framlög til Krabbameinsfélagsins á bleikum degi í skólanum. Föstudaginn 26. október sl. hélt Krabbameinsfélag Árnessýslu Bleikt boð í Tryggvaskála.
Lesa meira

Vistheimt við Þjófafossa

Þann 5. október síðastliðinn fóru nokkrir nemendur (18) ásamt einum kennara í Fjölbrautaskóla Suðurlands upp undir Búrfell og hófu vinnu við vistheimtarverkefni í samstarfi við Landvernd og Hekluskóga.
Lesa meira

Erasmus verkefni undirbúið

Öll stór verkefni þurfa góðan undirbúning og á það einnig við um eitt af þeim þremur Erasmus+ verkefnum sem FSu fékk samþykkt nýverið. Dagana 14.-16. október hittust í fyrsta sinn kennarar frá löndunum fjórum sem taka munu þátt í samstarfsverkefni, en þáttur okkar FSu snýr að vistvænni ferðamennsku.
Lesa meira

Þórey Hekla sigraði söngkeppni FSu 2018

Þórey Hekla Ægisdóttir er sigurvegari söngkeppni FSu 2018, en keppnin fór fram í gærkvöld. Þórey Hekla söng lagið It´s a man´s world.
Lesa meira

Dagur gegn einelti 2018

Dagurinn 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti í skólum. Einelti hefur margvíslegar afleiðingar bæði fyrir nemendur sem verða fyrir því og þeirra fjölskyldur. Mikilvægt er að allir leggi sitt framlag á vogarskálarnar til að stuðla að gagnkvæmri virðingu, samkennd og jákvæðum samskiptum í skólanum.
Lesa meira

30 ára stríðið óútkljáð.

„Þeir unnu naumlega að þessu sinni, höfðu sigur í fyrri hálfleik, við unnum seinni lotuna en með heldur minni mun“, sagði Ingis Ingason aðspurður um úrslit í sextugasta einvígisleiknum milli Hyskis Höskuldar og Tapsárra Flóamanna.
Lesa meira