Fréttir

Dagskrá Nýnemadags, mánudaginn 19. ágúst

Dagskrá Nýnemadags 8:30 – 8:45 Soffía skólameistari býður nýnema velkomna í miðrými.
Lesa meira

Upphaf haustannar

Undirbúningur fyrir haustönn 2024 er í fullum gangi. Skrifstofan opnaði eftir sumarleyfi þann 7. ágúst og hægt og bítandi lifnar yfir skólanum er starfsmenn mæta í hús. 15. og 16. ágúst eru starfsdagar kennara. Mánudaginn 19. eru nýnemar boðnir velkomnir kl. 8:30. Þá opnar INNA fyrir alla nemendur og hægt verður að óska eftir töflubreytingum. Þriðjudaginn 20. ágúst hefst kennsla samkvæmt stundarskrá kl. 8:15. Dagskrá nýnemadags verður send nýnemum og foreldrum þeirra í tölvupósti þegar hún liggur fyrir.
Lesa meira

SKÓLAMEISTARASKIPTI í FSu

Formleg skólameistaraskipti fóru fram 7. ágúst 2024 á Bollastöðum í FSu. Þá afhenti fráfarandi skólameistari Olga Lísa Garðarsdóttir - sem stýrt hefur FSu af röggsemi í 12 ár -táknrænum FabLab lykli Soffíu Sveinsdóttur nýráðnum skólameistara. Hefð er fyrir því að slík athöfn fari fram að frumkvæði Hollvarðasamtaka skólans. Þar situr núna í forsæti Vera Valgarðsdóttir fyrrum frönskukennari ásamt Önnu Sigríði Valdimarsdóttur fyrrum spænskukennara, Dýrleifu Guðmundsdóttur formanni nemendaráðs og núverandi starfsmönnum Andreu Ingu Sigurðardóttur og Sigþrúði Harðardóttur.
Lesa meira